Verðlisti
Vín 101
Í þessari vínfræðslu förum við í gegnum grunnatriði vínfræðar og smökkum á fjórum víntegundum: rauðvín, hvítvín, rósavín og freyðivín.
Við útskýrum hvernig á að meta vín með tilliti til litar, ilms og bragðs.
Við ræðum framleiðsluferlið fyrir hverja tegund, hvað gerir hverja tegund sérstaka og hvernig þær eru mismunandi í áferð og bragði.
Þetta er bæði fræðandi og skemmtileg upplifun fyrir öll.
60 - 90 mínútur
7.990,- á mann
(VSK undanskilinn)
—
Hentar fyrir hópa 4 - 20 manns
Vínpakki 2
Í þessari vínfræðslu smökkum við 6 mismunandi vín og förum dýpra í hvað gerir hvert vín einstakt.
Við skoðum framleiðsluferlið, áhrif þrúga, árgangar og héröð á bragðið og hvernig þessi þættir móta vínið.
Þátttakendur fá tækifæri til að bera saman vínin, læra um muninn á áferð, ilm og smekk, og hvernig þau skera sig úr öðrum tegundum.
Þetta er fræðandi og áhugaverð upplifun fyrir öll sem vilja auka vín þekkingu sína.
10.990.- á mann
(VSK undanskilinn)
Hentar vel fyrir stóra hópa, en lágmarksfjöldi er 4 manns.
Vínpakki 3
Í þessari vínfræðslu förum við í dýpri skoðun á sérstökum vínhéröðum og smökkum vín í hæsta gæðaflokki.
Við skoðum sögu, reglugerðir, jarðveg og náttúruleg áhrif hvers vínsvæðis til að skilja og meta vínin betur.
Við ræðum hvernig þessir þættir móta bragðið og sérkenni vínanna.
Ef þátttakendur hafa sérstakar óskir um ákveðið hérað, víntegund eða land, er fræðslan aðlöguð að þeim óskum.
Magn vínana getur verið breytilegt eftir óskum þátttakenda, en 4-6 vín er venjulega viðmið fyrir upplifunina.
Lágmarksverð á mann er 14.990
(VSK undanskilinn)
Hentar fyrir hópa 4 - 20 manns