Vínvísar

Vínsmökkun, beint að dyrum

Hverjar erum við?

Vínvísar eru Heiðrún og Brynhildur.

Vinkonur með það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á víni. Með tímanum höfum við menntað okkur í vínfræði. Vínfræði er samkvæmt skilgreiningu akademísk fræði á víni og víngerð. Okkar skuldbinding til símenntunar í vínfræði endurspeglar ástríðu okkar á víni og skuldbindingu okkar að veita frábæra þjónustu, smakka framúrskarandi vín og tala um þau á mannamáli

Vínvísar sérhæfa sig í því að koma með vínsmakkanir til ykkar. Við komum á vinnustaðinn, í matarboðið eða hvar sem hópurinn er að hittast. Við útvegum vín, glös, græjur, fræðslu og ómissandi upplifun.


  • Heiðrún hefur starfað í veitingabransanum síðan á unglingsárum. Hún hefur lokið WSET 3 og situr nú á skólabekk með það að leiðarljósi að klára Master Sommelier á næstu árum. Heiðrún rekur einnig Hressó í dag. Heiðrún heldur sérstaklega mikið upp á Cava og Corpinnat


  • Brynhildur er eðlisfræðingur á daginn og vínþjónn á kvöldin. Hún hefur þjónað ófáum á Vínstúkunni 10 sopum síðustu misseri og þar kviknaði á áhuga hennar á Náttúruvínum. Brynhildur hefur lokið WSET 2. Ítalsk framleiðandinn Gabrio Bini er í miklu uppáhaldi hjá henni, einnig Blanc de Noir Crémant