Vínvísar

Vínsmökkun, beint að dyrum

Vínsmakkanir fyrir hópa

Við sérhæfum okkur í vínsmökkunum fyrir hópa.

Við komum til ykkar á ;

vinnustaðinn,

í matarboðið,

saumaklúbbinn eða

hópefli

Það er gaman að tala um vín, það er gaman að læra meira um vín og það er gaman að skilja vín.

Hverjar erum við?

Heiðrún er betur þekkt sem “Vínkonan á TikTok”. Heiðrún rak Port9 vínbar í mörg ár og tók nýlega við rekstrinum á Nýja Hressó. Heiðrún býr yfir WSET lvl 3 og vinnur hörðum höndum að næla sér í viðurkenningu frá Court of Sommeliers. Hugur Heiðrúnar leiðir sífellt til spænskra vína og hún gæti talað um Cava í margar klukkustundir.

Brynhildur er eðlisfræðingur sem villtist af leið atómanna yfir í heim vínsins. Hún stendur reglulega vaktina á bakvið barinn á Vínstúkunni Tíu Sopum, og hefur lokið WSET lvl 2 í vínum. Ástríða og sérhæfni Brynhildar liggur svo í náttúruvínum og austur-evrópsk vín vekja alltaf áhuga hennar. Annars er framleiðandinn Gabrio Bini í miklu uppáhaldi hjá Brynhildi, og vínin frá honum eiga alltaf á sérstakan stað í hjarta hennar, eða eins og hún segir sjálf "Eins og kokteill, nema bara vín, það eru svo mörg brögð hérna!"